LOADING ...
Birgir Valgardsson posted on Nov 12, 2016

Líf & List - Smáralind

Nú fer hver að verða síðastur að tryggja sér Festivo stjakana frá Iittala með gamla laginu. Iittala tók þá ákvörðun fyrr á árinu að breyta hönnun stjakanna til að gera þá öruggari.

Í stað þess að stinga kertinu beint í glergat stjakans, þá er nú komin málmur á milli glers og kertis. Það er þó nokkur útlitsmunur á stjökunum og eflaust margir sem eru að safna þeim og vilja hafa þá alla eins.

Við eigum ennþá örlítið til af gamla útlitinu til á lager og vildum benda söfnurum á þessa breytingu áður en það verður of seint.

Breytinguna má sjá á meðfylgjandi mynd, en hún sýnir hana þó ekki vel. Hún er töluvert meiri en sést á myndinni.

0 likes / 0 comments